Samráðshelgi í VindáshlíðNú um helgina 5.-7. október mættu um sjötíu einstaklingar í Vindáshlíð í Kjós til að ræða málefni félagsins og stilla saman strengi. Þátttakendur á samráðshelgi komu úr stjórn KFUM og KFUK á Íslandi, ásamt stjórnum starfsstöðva, starfsfólki og forstöðufólki í félagsdeildum æskulýðsstarfsins. Verkefni helgarinnar var að beina sjónum að markmiði og sýn okkar sem KFUM og KFUK.

Á föstudagskvöldinu talaði Jóhann Ingi Gunnarsson, sálfræðingur, um árangursríka markmiðssetningu. Á laugardeginum talaði Dr. Sigurður Pálsson fjalla um rétt barna til að fá að trúa á Guð og rétt foreldra til að ala börnin sín upp í trú. Þá talaði Laura Sch. Thorsteinsdóttir um þann eldmóð sem stendur okkur til boða og hvernig megi með afli hrinda burt doða. Ýmsir fleiri dagskrárliðir voru í boði yfir helgina eins og bænastundir, brennó, kvöldvaka og guðsþjónusta.