Næsta sunnudagskvöld verður samkoma kl. 20 á Holtavegi 28 sem Magnús Pálsson mun stjórna.

Yfirskrift samkomunnar er Af öllu hjarta þar sem horft verður á 5. Mós. 10:12-14 ,,Að elska Guð og halda boð hans, það er rétt Guðrækni‘‘ Sr. Ólafur Jóhannsson er ræðumaður kvöldsins en með ritningarorð og bæn er Hans Gíslason. Guðmundur Ingi Leifsson mun segja nokkur orð um karlakór KFUM og KFUK.

Karlakór KFUM og KFUK mun syngja undir stjórn Laufeyjar Geirlaugsdóttur og undirleik Bjarna Gunnarssonar.

Samkomuþjónar eru Auðunn og Maja. Um tæknimálin sér Gylfi Guðlaugsson.

Allir hjartanlega velkomnir og hvattir til að njóta fyrstu sunnudagssamkomu vetrarins.