Ekki meirÍ tengslum við aðgerðaáætlun Æskulýðsvettvangsins gegn einelti og annarri óæskilegri hegðun, bjóða aðildarfélög Æskulýðsvettvangsins upp á 90 mínútna fræðsluerindi Kolbrúnar Baldursdóttur, sálfræðings, byggðan á bókinni, Ekki meir, sem er leiðarvísir í aðgerðum gegn einelti fyrir starfsfólk skóla, íþrótta- og æskulýðsfélög, foreldra og börn.

 

Fyrirlestrarnir verða eins og hér segir:

  • Ísafjörður fimmtudagur 4. október kl. 15.30 – 17.00 í húsnæði Björgunarsveitarinnar, Guðmundarbúð.
  • Akureyri fimmtudagur 11. október kl. 16.30 – 18.00 í sal KFUM og KFUK Sunnuhlíð.
  • Höfn mánudagur 22. október kl. 16.30 – 18.00 í Nýheimum, sal Framhaldsskólans.
  • Egilsstaðir fimmtudagur 25. október kl. 17.00 – 18.30 í húsnæði Björgunarsveitarinnar, Miðási 1.
  • Grundafjörður fimmtudagur 1. nóvember kl. 16.30 – 18.00 í húsnæði Fjölbrautaskóla Snæfellinga.
  • Borgarnes fimmtudagur 1. nóvember kl. 19.30 – 21.00 í húsnæði Björgunarsveitarinnar, Brákarbraut 18.
  • Selfoss 8. nóvember Eineltisdagurinn kl. 20.00 hjá Fræðsluneti Suðurlands.
  • Reykjavík 8. nóvember Eineltisdagurinn.