Nú er Æskulýðsvettvangurinn að fara hringferð um landið með 90 mínútna fræðsluerindi um einelti.
Kolbrún Baldursdóttir, sálfræðingur, kemur til með að flytja fyrirlestur byggðan á nýútkominni bók sinni, Ekki meir, sem er leiðarvísir í aðgerðum gegn einelti fyrir starfsfólk skóla, íþrótta- og æskulýðsfélög, foreldra og börn.
Tilgangurinn með þessu fræðsluerindi er að vekja athygli á þessum málaflokki, opna betur augu starfsfólks og sjálfboðaliða fyrir því að vera vakandi og ávallt á verði gagnvart einelti og annarri óæskilegri hegðun.
Einnig er það á dagskrá að kynna og fara yfir Aðgerðaráætlun Æskulýðsvettvangsins gegn einelti og annarri óæskilegri hegðun.
Fyrsti áfangastaðurinn eru Vestmannaeyjar 20. september.
Erindið verður haldið í Hamarskóla kl. 17.00 – 18.30.
Allir eru velkomnir