Heimsókn Biskups ÍslandsBiskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir, kom í heimsókn í KFUM og KFUK húsið við Holtaveg, fimmtudaginn 4. september. Frú Agnes var boðið upp á kynningu á starfi félagsins, auk þess sem hún ræddi við starfsfólk og sjálfboðaliða í stjórnum félagsins. Á myndinni hér að ofan má sjá formann KFUM og KFUK á Íslandi, Auði Pálsdóttur, Frú Agnesi, Gyðu Karlsdóttur framkvæmdastjóra KFUM og KFUK og Páll Ágúst Ólafsson varaformann félagsins.