Alþjóðaráð KFUM og KFUK hvetur leiðtoga og aðra áhugasama innan félagsins að sækja um þátttöku í þingi sem Sameinuðu Þjóðirnar halda í Balí í desember.

Nafn viðburðar: Global Youth Forum
Skipuleggjandi: Heimssamband KFUK
Dagsetning: 4. – 6. desember 2012
Staðsetning: Balí, Indónesíu
Fjöldi fulltrúa frá KFUM og KFUK á Íslandi: 1
Kostnaður sem fellur á þátttakanda: 25 $.
Aldurstakmörk: 20 – 30 ára.
Nánari upplýsingar:
Heimssamband KFUK er hluti af stýrihópi sem tekur þátt í Global Youth Forum á vegum Sameinuðu Þjóðanna. Þar koma 850 ungir leiðtogar og ungt fólk saman frá öllum heimshornum frá hinum ýmsu samtökum til að ræða saman málefni tengd kynheilbrigði, menntun og mannréttindum ungs fólks.

Flug til og frá Balí ásamt fæði og gistingu er að fullu greitt fyrir þátttakandann. Eini kostnaður sem fellur á þátttakanda er kostnaður vegna vegabréfsáritunar til Indónesíu, 25 $.
Sjá nánar: http://icpdbeyond2014.org/about/view/17-detail-on-global-youth-forum

ATH! Umsónarfrestur rennur út þriðjudaginn 11. september.

Alþjóðaráð KFUM og KFUK á Íslandi mun fara yfir umsóknirnar og velja úr. Allir umsækjendur verða látnir vita hvort þeir hafi komist að eða ekki. Að lokum mun KFUM og KFUK sækja um að fá að senda viðkomandi einstaklinga á þingið. Líklegt er að félagið á Íslandi fái 1 sæti á þinginu en endanleg ákvörðun um hvort við getum sent fulltrúa er þó í höndum skipuleggjenda þingsins hjá Sameinuðu Þjóðunum og hjá Heimssambandi KFUK.

Ef einhverjar spurningar vakna er hægt að hafa samband við Tinnu með tölvupósti á tinnarosst@gmail.com.

Umsókn um þátttöku í ráðstefnunni

[form utlond]