2 flokkur í Vindáshlíð byrjaði mjög vel í gær, stelpurnar sem komu hingað voru spenntar og mjög glaðar þegar loks var komið á leiðarenda. Þegar þeim hafði verið skipt í herbergi og fengið smá tíma til að kynnast og koma sér fyrir var hringt í hádegismat og borin á borð súpa og brauð.
Eftir hádegismat var farið í ratleik um svæðið sem vakti mikla lukku, þær sem hafa ekki komið áður fengu því tækifæri á að sjá og kynnast svæðinu í kring.
Eftir kaffi var keppt í brennó og íþróttum, þá var í boði að læra að gera vinabönd úr garni sem er alltaf mjög vinsælt og skemmtilegt.
Í kvöldmat fengu þær plokkfisk og salat, og svo var gert allt klárt fyrir kvöldvökuna. Hún var að þessu sinni samhristingur í íþróttahúsinu þar sem þær fóru í alls konar leiki þar á meðal, spilaleik, býflugnaleik og svo snú snú.
Á hugleiðingu kvöldsins fengur þær að heyra sögu um Mörtu og Maríu sem voru vinkonur Jesú. Eftir hugleiðinguna og þegar stelpurnar voru allar orðnar klárar fyrir svefninn fengu þær inn til sín bænakonurnar og það er alltaf mjög mikil spenningur fyrir það enda þær mjög vinsælar hjá stelpunum 🙂
Ró var komin á húsið um miðnætti og allar sofnaðar þreyttar, sáttar og sælar í hinni fögru Vindáshlíð.