Í Vestmannaeyjum býður KFUM og KFUK upp á starf fyrir unglinga í samstarfi við Landakirkju. Fundirnir eru í safnaðarheimili LANDAKIRKJU á sunnudagskvöldum kl. 20:00. Leiðtogar í starfinu eru; Gísli Stefánsson æskulýðsfulltrúi, Alma Lísa Hafþórsdóttir, Ásgeir Þór Þorvaldsson, Erlingur Orri Hafsteinsson, Ingi Þór Halldórsson, Ísak Máni Jarlsson og Thelma Lind Halldórsdóttir

Þegar allir eru komnir er haldið upp í kirkju í söngstund og að henni lokinni er haldið niðri í safnaðarheimili þar sem boðið er upp á góða dagskrá.

Á fimmtudögum er boðið upp á opið hús í KFUM og KFUK húsinu við Vestmannabraut 1, kl. 20:00-22:00. Þar er hægt að fara í Fussball, Ping Pong og Nintendo Wii ásamt fleira skemmtilegu. Einnig er rabbabari á sínum stað.

Upplýsingar um starfið má líka finna á vefsíðu Landakirkju: http://www.landakirkja.is/born-og-unglingar/aeskulydsfelag/.