1.gr.

Stjórn KFUM og KFUK á Íslandi tekur ákvörðun um heiðursfélaga í samræmi við reglur þessar.

2.gr.

Stjórn KFUM og KFUK tekur við tillögum annarra félagsmanna um einstaklinga sem taldir eru verðskulda að verða heiðursfélagar. Skal tillagan vera rökstudd og undirrituð af fullgildum félagsmanni/félagsmönnum. Stjórn KFUM og KFUK ber ekki skylda til að gera tilnefndan að heiðursfélaga. Stjórn KFUM og KFUK er jafnframt heimilt að útnefna heiðursfélaga að eigin frumkvæði.

3.gr.

Formaður stjórnar KFUM og KFUK skal að jafnaði útnefna heiðursfélaga við hentugt og hátíðlegt tækifæri eftir ákvörðun stjórnar.

4.gr.

Stjórn KFUM og KFUK á Íslandi skal leitast við að líta til eftirfarandi atriða þegar ákvörðun er tekin um heiðursfélaga:

Heiðursfélagi KFUM og KFUK er útnefndur á grundvelli þess að hafa reynst starfi KFUM og KFUK vel með áralangri trúfesti og óeigingjörnu sjálfboðaliðastarfi í þágu félagsins og ætíð haft markmið KFUM og KFUK að leiðarljósi.