KFUM og KFUK leitar að fólki til að taka þátt í verkefnum sumarsins.
Um er að ræða störf í sumarbúðunum fimm, Hólavatni, Kaldárseli, Vatnaskógi, Vindáshlíð og Ölveri, eða á leikjanámskeiðum félagsins á Kópavogi og í Reykjanesbæ.
Þetta eru fjölbreytt og skemmtileg störf þar sem velferð barnanna er alltaf höfð að leiðarljósi.
Mismunandi störf eru í boði.
Sumarbúðirnar þurfa forstöðufólk (25 ára og eldri), matráða í eldhús (25 ára og eldri), yfirforingja, foringja og eldhússtarfsfólk (18 ára og eldri).
Til að gegna launuðu starfi hjá KFUM og KFUK, þarf viðkomandi að hafa náð 18 ára aldri.
Einstaklingar á aldrinum 15-17 ára geta sótt um stöðu aðstoðarforingja í sumarbúðunum, en það er sjálfboðastarf sem miðar að því að ala upp leiðtoga framtíðarinnar.
Opnað hefur verið fyrir umsóknir hér: https://www.kfum.is/umsoknir-2024/