Viktoría Ásgeirsdóttir

Viktoría hefur unnið á frístundaheimili í katólskum einkaskóla í Danmörku, verið leiðbeinandi í sumarbúðum fyrir Vesturíslenska krakka í Kanada, unnið á frístundaheimilinu við Laugarnesskóla, borið út Morgunblaðið, verið hundalabbari og svo mætti lengi telja.

Hún er um þessar mundir nemi á Félags- og Tómstundafræðibraut í Borgarholtsskóla, er leiðtogi í æskulýðsstarfi Laugarneskirkju og þjálfar krílahóp í fimleikum.