Svava Sigríður Svavarsdóttir

Fyrst og fremst er ég eiginkona og móðir en ég á tvö börn, 16 ára son og dóttur á sjöunda ári.

Ég starfa sem heimilisfræðikennari í Salaskóla. Lauk B.Ed. námi 2011 frá Hí í grunnskólakennarafræðum af kjörsviðinu matur, menning heilsa. Hef lokið 37 einingum í íþrótta- og heilsufræðum á meistarastigi. Ég kenni líkamsrækt hjá Reebok fitness en ég hef kennt líkamsrækt meira og minna í 15 ár.

Ég kynntist KFUM og KFUK af alvöru árið 2000 þegar ég vann heilt sumar í Ölveri. Síðan þá hef ég komið að sumarstarfinu í Ölveri sem ræstir, bakari, foringi, ráðskona og nú í sumar sem forstöðukona. Þá hef ég starfað sem forstöðukona á leikjanámskeiðum bæði í Hjallakirkju og Lindakirkju frá 2012. Einnig hef ég komið að jól í skókassa verkefninu undanfarin ár sem sjálfboðaliði.

Í sumar ætla ég að vera forstöðukona í 9. flokki í Ölveri.