Pálína Agnes Baldursdóttir

Ég er uppalin í Hveragerði en búsett í Reykjavík. Ég útskrifaðist sem stúdent úr Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi í desember 2015 og er einnig útskrifuð sem förðunarfræðingur frá Reykjavík Makeup School. Ég unnið hin ýmsu störf meðal annars sem þjónn og núna síðast sem stuðningsfulltrúi í Rimaskóla í Grafarvogi.

Ég vann fyrst í sumarbúðum sumarið 2013 og þá einungis í Vindáshlíð.  Sumrin 2014 og 2016 var ég bæði í Vindáshlíð og á Hólavatni. Ég var hluti af æskulýðsstarfi KFUM og KFUK í Hveragerðiskirkju frá upphafi þess, byrjaði sem barn 2007, varð aðstoðarleiðtogi frá 2010 og var leiðtogi í alls 5 ár, fram í maí 2015.

Mér finnst fátt skemmtilegra en að ferðast og eyða tíma með vinum mínum og fjölskyldu.