Ólöf Dómhildur Jóhannsdóttir

Ólöf Dómhildur Jóhannsdóttir er 36 ára myndlistarmaður, starfandi kennari og femínisti. Hún býr á norðanverðum Vestfjörðum með manni sínum og þremur dætrum. Hún tók þátt í æskulýðsstarfi bæði sem barn og unglingur.

Ólöf stofnaði og er verkefnastjóri listahátíðar ungs fólks á Vestfjörðum LÚR festival og hefur starfað við leiklistshátíðina Þjóðleik. Henni finnst gaman að vera úti og takast á við ýmiskonar áskoranir bæði líkamlegar og andlegar. Þetta er í fyrsta sinn sem hún starfar í Ölveri.

Ólöf Dómhildur verður foringi í Fókusflokki í Ölveri.