Matthías Guðmundsson
Matthías er Grafarvogsbúi og því Fjölnismaður í húð og hár. Hann er rúmlega tvítugur og útskrifaðist af eðlisfræðideild frá Menntaskólanum í Reykjavík vorið 2016. Helstu áhugamál hans eru flestar íþróttir, einkum handbolti og frjálsar, stuttmyndagerð, tölvuleikir, teiknimyndasögur og útivera.
Matthías mætti fyrst í Vatnaskóg sumarið 2005. Síðan hefur hann mætt á hverju ári sem þátttakandi, sjálfboðaliði og síðustu þrjú ár; foringi. Sumarið 2017 er því fjórða sumar hans sem foringi en hann starfaði í 1., 2., 4., 5., 6., 8. og 10. flokki.