Jóhanna Elísa Skúladóttir

Jóhanna Elísa er 22 ára söngkona sem elskar tónlist. Hún spilar á píanó og semur sín eigin lög. Síðasta ár dvaldi hún í Svíþjóð þar sem hún var í tónlistarskiptinámi frá Tónlistarskóla FÍH, en þaðan mun hún útskrifast í vor. Samhliða tónlistinni hefur hún verið að læra viðburðastjórnun í Háskólanum á Hólum og mun hún einnig útskrifast úr því námi í vor. Þetta sumar verður fimmta sumarið hennar í sumarbúðum KFUM og KFUK en hún hefur unnið í Ölveri, Vindáshlíð, Vatnaskógi og á Hólavatni. Í sumar verður hún í yndislega Ölveri!