Íris Andrésdóttir

Íris Andrésdóttir er 21 árs. Íris hefur lokið framhaldsprófi í þverflautuleik frá Tónlistarskóla Kópavogs. Hún hefur verið foringi í sumarbúðum í fjögur ár og hefur starfað sem leiðtogi í barna-og æskulýðsstarfi í Fella-og Hólakirkju. Hún dvaldi eitt ár í Noregi þar sem hún stundaði nám við tónlistardeild Fjellhaug. Hún var meðlimur lofgjörðarbandsins í Misjonsalnum í Oslo, spilaði þar á píanó, flautu og söng. Hún tók einnig að sér kórstjórn með tónlistarkennara sínum víðs vegar um Noreg. Hún hefur dvalið í sumarbúðum frá unga aldri.

Íris verður foringi á Hólavatni, í Vindáshlíð og auk þess í 7. og 8. flokki í Ölveri í sumar.