Hrafnhildur Hugborg Jónsdóttir

Ég heiti Hrafnhildur Hugborg og kem frá Selfossi. Ég er 18 ára gömul og verð 19 ára gömul í sumar. Ég stunda nám við Fjölbrautaskóla Suðurlands. Ég fór 3x í Vindáshlíð sem barn og þótti það æðislegt! Ég starfa sem leiðtogi í Æskulýðsstarfi Selfosskirkju, félagið heitir Kærleiksbirnirnir og það starf þykir mér mjög skemmtilegt. Áhugamálin mín eru tónlist og útivera og var ég í barna-unglingakór Selfosskirkju frá 9 ára til 16 ára aldurs.