Heiðbjört Arney Höskuldsdóttir

Heiðbjört Arney Höskuldsdóttir er uppalin í Reykjavík. Hún útskrifaðist úr Menntaskólanum við Hamrahlíð vorið 2016. Hún kynntist KFUM og KFUK í fyrsta skipti í gegnum yngri deild í Grensáskirkju. Hún hefur síðan þá verið leiðtogi í mörgum deildum innan félagsins og hefur m.a. unnið í sumarbúðunum í Ölveri og sem æskulýðsfulltrúi á skrifstofu KFUM og KFUK. Heiðbjört hefur einnig setið í stjórn KSS og er í alþjóðaráði KFUM og KFUK.