Gunnar Hrafn Sveinsson

Gunnar er fæddur og uppalinn Breiðhyltingur með núverandi búsetu í Garðabæ. Hann er á 21. aldursári og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík vorið 2016. Hans helstu áhugamál eru meðal annars knattspyrna og leiklist, mótorbátar og matseld.

Gunnar hefur verið virkur þátttakandi í starfi KFUM og KFUK síðan árið 2009 og hefur unnið sem Leiðtogi hjá félaginu síðan 2012. Hann hóf störf sem Foringi í Vatnaskógi sumarið 2014 og hefur unnið þar öll sumur síðan. Þetta verður því hans 4. starfsár í Skóginum í sumar. Gunnar vann einnig sem starfsmaður á Fermingarnámskeiðunum í Vatnaskógi haustið 2016.

Veni, vidi, vici