Eva Kristín

Eva Kristín er 19 ára og ætlar að vera foringi í Kaldárseli í flokkum 1., 2., 3., 4. og 7. í sumar. Eva Kristín er nemi við MH þar sem hún leggur áherslu á félags- og sálfræðigreinar. Hún er líka hæfileikarík listakona en hún spilar á þverflautu og æfir djassbalett í dansskóla Eddu Scheving.

Eva Kristín hefur ekki starfað í Kaldárseli áður en hefur verið leiðbeinandi í leikskóla síðustu tvö sumur. Henni finnst gaman að starfa með börnum og kemur örugglega með nýjar og ferskar hugmyndir í sumar. Hver veit nema dans-óði hirðirinn kíki í heimsókn í Selið og kenni börnunum nokkur spor.