Erla Björg Káradóttir

Erla Björg Káradóttir er söngkona, markþjálfi og æskulýðsleiðtogi. Hún er menntuð bæði sem grunnskólakennari B-ed og sem söngkennari Dip.ABRSM. Hún hefur einnig tekið grunn-og framhaldsnám í markþjálfun og er með alþjóðlega vottun, ACC, frá International Coach Federation. Erla Björg hefur starfað í Ölveri síðustu 20 árin sem forstöðukona, ráðskona, foringi og aðstoðarforingi. Auk þess hefur hún yfir 20 ára reynslu í barna-og unglingastarfi innan þjóðkirkjunnar og starfar nú sem Fræðslu-og æskulýðsfulltrúi í Hafnarfjarðarkirkju. Erla Björg er formaður stjórnar Ölvers. Ölver er einfaldlega líf hennar og yndi.

Erla Björg verður forstöðukona í 4. og 8. flokki og ráðskona í 1. flokki í sumar.