Ásta Sóllilja Sigurbjörnsdóttir

Ásta Sóllilja Sigurbjörnsdóttir starfar sem lögfræðingur í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu. Ásta Sóllilja byrjaði að starfa sem foringi í Ölveri árið 1994 og hefur verið viðloðandi starfið í Ölveri allar götur síðan. Hún hefur sinnt störfum sem bæði foringi og forstöðukona auk þess að hafa um tíma setið í stjórn sumarbúðanna. Ásta Sóllilja hefur mikla ánægju af að starfa með börnum og unglingum og auk starfa sinna fyrir sumarbúðirnar í Ölveri hefur hún unnið í sumarbúðum ÆSKR og í sumarbúðum KFUM og KFUK í Vatnaskógi. Hún hefur einnig verið starfsmaður á leikjanámskeiðum KFUM og KFUK og stýrt æskulýðsstarfi fyrir ungmenni á öllum aldri, bæði á vegum KFUM og KFUK og Þjóðkirkjunnar.

Ásta Sóllilja er móðir fjögurra, barna, stundar útivist og hreyfingu eins og tíminn leyfir og brosir breiðast þegar hún syngur með Kór Lindakirkju. Ölver er uppáhaldsstaðurinn hennar.

Ásta Sóllilja verður forstöðukona í 6. flokki í sumar.