Ásta Ingólfsdóttir

Ég heiti Ásta og er 28 ára. Áhugi minn á kennslu kviknaði þegar ég var úti á biblíuskóla í Ástralíu fyrir nokkrum árum. Ég útskrifaðist með B.Ed gráðu í grunnskólakennaranum fyrra vor. Sumarbúðavinnan hefur því sameinað áhuga minn á vinnu með börnum, kennslu og Guðs orði sem er mjög skemmtilegt. Áhugamál mín eru meðal annars ferðalög, tónlist, söngur og eyða tíma með fjölskyldu og vinum.

Ég hef áður verið að vinna í Kaldárseli, Ölveri og Vindáshlíð. Ásamt því að hafa unnið hjá KFUM og KFUK þá hef ég unnið lengi á leikskóla og einnig á frístundaheimili.