Anna Laufey Halldórsdóttir

Anna Laufey er 18 ára og útskrifaðist nú í vor frá Shaker Heights High School, Ohio, Bandaríkjunum með International Baccalaureate (IB) diploma. Hún mun hefja nám við Cornell University haustið 2017.

Síðustu fjögur árin hefur Anna verið virk í „Take Action“, hópi High school nema, sem fer vikulega inn í grunnskóla í Shaker Heights og hjálpar krökkum við lestrarnám.

Þá var Anna Laufey forseti í Quidditch Club í skólans síns, varaforseti í Mock Trial Club, spilaði Rugby og hefur spilað á fiðlu í níu ár.

Anna fór í sumarbúðirnar Ölver sem barn, hefur farið á Sæludaga á næstum hverju ári og þetta verður fjórða sumarið í röð sem hún hjálpar til í Vatnaskógi. Anna verður eldhússtarfsmaður í 4., 7. og 8. flokki.