Í dag, mánudaginn 13. nóvember lagði gámur af stað frá KFUM og KFUK húsinu við Holtaveg, fylltur af jólagjöfum fyrir börn í Úkraínu. Í ár var lokafjöldi jólaskókassa 5.110, sem verða gefnir börnum á munaðarleysingjaheimili, barnaspítala og til barna einstæðra mæðra sem búa við sára fátækt í Kirovograd, en dreifing gjafanna er skipulögð af KFUM í Úkraínu í samstarfi við sjálfboðaliða frá Íslandi. Síðan verkefnið hófst fyrir jólin 2004 hefur ríflega 60.000 gjöfum verið útdeilt til barna í Kirovograd, Úkraínu. Gjöfunum er dreift í kringum jólahátíðina í Úkraínu, en haldið er upp á jólin þar, þann 6. janúar.

Innilegar þakkir kæru vinir fyrir að taka þátt í verkefninu með okkur án ykkar væri þetta ekki hægt.