Verkefnið: Jól í skókassa er hafið en það var fyrst framkvæmt haustið 2004. Þetta frábæra samstarfsverkefni KFUM og KFUK á Íslandi við KFUM í Úkraínu hefur skilað þúsundum skókassa með jólagjöfum til fátækra og munaðarlausra barna í Úkraínu og hafa fjölmargir lagt verkefninu lið.

Líkt og undanfarin ár gengur verkefnið út á að fá fólk á öllum aldri til að útbúa skókassa með jólaglaðning í.  Til þess að tryggja að öll börnin fái svipaða jólagjöf er mælst til þess að ákveðnir hlutir séu í hverjum kassa. Nánari upplýsingar um hvernig kassinn eigi að vera og hvert eigi að skila honum má finna á: www.skokassar.net

Lokaskildagur í Reykjavík er laugardaginn 9.nóvember en lokaskiladagur verkefnisins á landsbyggðinni er um viku fyrr.

Við viljum hvetja alla til að taka þátt því að með hverjum og einum kassa er barni gefið gleði, von og hinn raunverulega boðskap jólanna, kærleika Jesú Krists.