Fréttastöðin N4 á Akureyri fjallaði um Jól í skókassa á föstudag. Var þar flott viðtal við Atla Guðjónsson þátttakanda í verkefninu og Jóhann Þorsteinsson svæðisfulltrúa KFUM og KFUK á Norðurlandi.
Viðtalið má sjá með því að smella hér.
Í dag kom hópur af krökkum frá Sjálandsskóla til að aðstoða við að pakka inn kössum og var frábært að sjá hvað krakkarnir og kennararnir voru viljug að leggja sitt af mörkum.
Við heyrðum einnig af lítilli þriggja ára stúlku sem reyndi að troða dúkkukerrunni sinni ofan í skókassa þegar hún frétti af því að stelpurnar á hennar aldri í Úkraínu ættu ekkert dót.
Leyfið okkur endilega að heyra skókassasögurnar ykkar.
Skráið ykkur í skókassahópinn á facebook.