Halló allir.

Nú er verkefnið okkar komið í fullan gang og kynningarbæklingurinn farinn í dreifingu. Búið er að dreifa bæklingum í Kringluna, Smáralind, á Laugaveginn og víðar. Við höfum haft spurnir af því að fólk sé byrjað að leita eftir skókössum í skóbúðum og það er mjög jákvætt að fólk útvegi sér kassa í tíma. Nú þegar eru farnir að berast skókassar á skrifstofu KFUM og KFUK á Holtavegi. Nú síðast fyrir nokkrum dögum komu tvær eldri konur færandi hendi með 50 fullbúna skókassa. Á bak við slíkan fjölda kassa liggur eflaust mikil vinna og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir þetta ótrúlega framtak.

Fólk úti á landsbyggðinni hefur verið að spyrjast fyrir um hvert það geti skilað sínum skókössum. Við erum búin að skipuleggja skókassa-safnanir víðs vegar um landið. Þær safnanir sem skipulagðar hafa verið á landsbyggðinni eru sem hér segir:

  • Akureyri og Eyjafjörður / Norðurland
  • Tengiliður: Jóhann Þorsteinsson (699-4115)
  • Lokaskiladagur er laugardaginn 1. nóvember á Glerártorgi á Akureyri milli kl. 11:00 og 15:00.
  • Egilstaðir / Fljótsdalshérað
  • Tengiliðir: Hlín Stefánsdóttir og Þorgeir Arason (847-9289 / 895-3606)
  • Tekið er á móti skókössum þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga milli kl. 9:00 og 14:00 í kirkjuselinu Fellabæ, Smiðjuseli 2.
  • Þau börn og unglingar sem taka þátt í kirkustarfinu á Héraði geta einnig komið með skókassa í starfið og afhent leiðtoganum sínum.
  • Lokaskiladagur verður mánudaginn 3. nóvember í kirkjuselinu Fellabæ milli kl. 17:00 og 20:00.
  • Reykholtssveit í Borgarfirði
  • Tengiliður: Embla Guðmundsdóttir (691-1182)
  • Bitinn í Reykholti (sjoppa) tekur á móti kössum. Á Bitanum er Kata yfirleitt á vaktinni.
  • Stykkishólmur
  • Tengiliður: Ásdís Herrý (861-8558)
  • Tekið verður á móti skókösssum laugardaginn 1. nóvember og sunnudaginn 2. nóvember milli kl. 17:00 og 19:00 í Stykkishólmskirkju.
  • Grundarfjörður
  • Tengiliðir: Salbjörg Sigríður Nóadóttir (896-6650) og Hugrún Birgisdóttir
  • Lokaskiladagur verður laugardaginn 1. nóvember í safnaðarheimili Grundarfjarðarkirkju milli kl. 15:00 og 18:00.
  • Ísafjörður
  • Tengiliður: Lísbet Harðardóttir (697-4833)
  • Hægt er að skila skókössum til Ísafjarðarkirkju. Hún er venjulega opin virka daga milli klukkan 8:30 og 17:00. Síðasti skiladagur er mánudaginn 3. nóvember.
  • Akranes
  • Tengiliður: Írena (868-1383)
  • Hægt er að skila skókössum í KFUM-húsið á Akranesi, Garðabraut 1, alla daga.
  • Vestmannaeyjar
  • Tengiliður: Hulda Líney (899-2404)
  • Hægt er að skila skókössum í Landakirkju. Hún er venjulega opin virka daga milli kl. 8:00 og 16:00. Síðasti skiladagur er miðvikudagurinn 5. nóvember.

Þeim sem ekki búa á þessum stöðum er bent á að skila skókassanum sínum einfaldlega á næsta afgreiðslustað Flytjanda. Flytjandi er með 90 afgreiðslustaði úti um allt land svo að allir ættu að eiga auðvelt með að koma sínum skókassa til skila hvar svo sem þeir kunna að búa á landinu. Eimskip hefur verið okkar helsti styrktaraðili undanfarin ár og þeir flytja kassanna til okkar ókeypis. Þannig að þeir sem skila kössum til Flytjanda þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að þurfa að borga flutningsgjald eða eitthvað slíkt.