Þá fer dögunum að fækka sem fólk hefur til að skila jólagjöf í skókassa.  Pakkar utan af landi þurfa væntanlega að berast Eimskip-Flytjanda ekki síðar en fimmtudaginn 1. nóv.

Í Reykjavík er síðasti skiladagur laugardagurinn 3. nóv.  Tekið er við pökkum í húsi KFUM og KFUK við Holtaveg milli klukkan 11:00 og 16:00.   Léttar veitingar og kynning á verkefninu í boði.  Faðir Yevheniy verður á staðnum.

Gámurinn fer svo í skip tveimur dögum síðar og verður væntanlega í Úkraínu seinni hluta desember þannig að hægt verði að dreifa pökkunum fyrir jólin þeirra sem eru 6-7 janúar nk.