Æskulýðsvettvangurinn hefur nú gefið út Aðgerðaáætlun gegn einelti og annarri óæskilegri hegðun. Í áætluninni má meðal annars finna upplýsingar um fyrirbyggjandi aðgerðir, skilgreiningu og helstu birtingamyndir eineltis. Einnig er að finna aðferðir sem gripið verður til hjá Æskulýðsvettvanginum ef einstaklingur verður fyrir einelti og/eða annarri óæskilegri hegðun. Jafnframt er að finna leiðbeinandi verklagsreglur sem æskulýðsfélög geta tileinkað sér.

Tilkynningablað um einelti eða aðra óæskilega hegðun innan Æskulýðsvettvangsins.