Mynd úr starfi sumarbúðanna í Ölveri hefur vakið umræðu á samfélagsmiðlum. Við hörmum mjög atvikið sem varð vegna þekkingarskorts starfsmanna.

Myndin er af karakter í leikriti. Þetta var vanhugsað gervi og aldrei meint á neikvæðan eða niðrandi hátt.

Í sumarbúðum KFUM og KFUK kennum við börnum og unglingum að allir eru jafnir, alltaf. Í starfi okkar er leitast við að mæta hverri manneskju af umhyggju, kærleika og virðingu.

Við þökkum allar ábendingar sem hafa borist og tökum þær alvarlega.

Við biðjumst afsökunar og munum leitast við að atvik sem þetta endurtaki sig ekki.