Skógarmenn KFUM standa fyrir vímulausri hátíð fjölskylduhátíð um Verslunarmannahelgina undir heitinu Sæludagar í Vatnaskógi. Dagskráin er í anda sumarbúða KFUM og KFUK og höfðar til flestra.

Sjálfboðaliðar á öllum aldri (15 ára og eldri) gegna mikilvægu hlutverki á hátíðinni og án þeirra væri þetta ekki hægt. Þess vegna þurfum við góðan hóp fólks til að starfa sem sjálfboðaliðar. Með því að gerast sjálfboðaliði er margt innifalið, meðal annars:

  • Frítt á hátíðina (dagskrá)
  • Gisting, val um skála eða tjald (þarf að koma með tjald)
  • Matur á matmálstímum
  • Rúta til og frá staðnum
  • Skemmtilegur félagsskapur með fullt af skemmtilegu fólki

Verk sjálfboðaliða eru mörg og öll jafn mikilvæg. Meðal verka eru:

  • Móttaka gesta á svæðið
  • Afgreiðsla í sjoppu
  • Þrif á staðnum
  • Gæsla á leiktækjasvæðum
  • Önnur tilfallandi verkefni

Ef þú vilt leggja okkur lið sem sjálfboðaliði þarftu að skrá þig sem fyrst. Við skráningu þarf að koma fram:

  • Nafn
  • Sími
  • Gisting inni eða úti
  • Hvort þú hyggst taka rútu

Sendið skráningu á netfangið: gunnar@kfum.is.