150 ár frá fæðingu sr. Friðriks

Hátíðardagskrá 24.–27. maí 2018

Dagskráin er öllum opin og ekkert kostar inn.

 

Fimmtudagur 24. maí kl. 20:00

25 ára vígsluafmæli Friðrikskapellu

Samkoma í Friðrikskapellu.  Karlakór KFUM syngur.  Fróðleiksmolar af borði Þórarins Björnssonar.  Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir hefur hugvekju.  Kári Geirlaugsson, formaður kapellunefndar, stjórnar samkomunni.

 

Föstudagur 25. maí kl. 12:30

Blómsveigur lagður

við styttuna af sr. Friðrik í Lækjargötu.  Sr. Sigurður Pálsson flytur ávarp og bæn.  Trompetleikur:  Steinar Kristinsson.

 

Föstudagur 25. maí kl. 17:00

Fjósið á Hlíðarenda

Formleg opnun eftir endurbyggingu.

 

Föstudagur 25. maí kl. 17:30

Sr. Friðrikshlaupið

5 km hlaup í Laugardalnum. 

Upphaf og endamark hjá KFUM og KFUK Holtavegi 28.  Tímataka. Skráning á hlaup.is.

 

Föstudagur 25. maí kl. 20:00

Hátíðarsamkoma í Lindakirkju

Fram koma:  Karlakórinn Fóstbræður, Jóhann Helgason ásamt Karlakór KFUM, Valskórinn, Skátakórinn, Ljósbrot kvennakór KFUK, Hljómsveitin Sálmari og Steinar Kristinsson trompetleikari. Kvikmynd um sr. Friðrik verður frumsýnd.  Sr. Guðni Már Harðarson stjórnar samkomunni.

 

Sunnudagur 27. maí kl. 11:00

Helgistund við Kaldársel

Helgistund og ganga við Kaldársel. Sálmar sr. Friðriks sungnir og starf hans meðal barna og unglinga minnst. Gengið um nágrennið undir leiðsögn. Hressing í boði Hafnarfjarðarkirkju. Allir velkomnir.  Ath! Helgistundin verður utandyra og því þarf að klæða sig eftir veðri.

 

Sunnudagur 27. maí kl. 14:00

Vígsluhátíð í Vatnaskógi

Birkiskáli II í Vatnaskógi vígður og verklokum fagnað.

Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, mun annast vígslu hússins. Byggingarsaga hússins verður rakin.

Fimm einstaklingar sæmdir Gullmerki Skógarmanna KFUM. Húsið og aðstaðan verður til sýnis og boðið upp á kaffiveitingar.