Minnum á aðalfund KFUM og KFUK á Íslandi sem haldinn verður laugardaginn 14. apríl 2018 í húsi félagsins að Holtavegi 28 í Reykjavík.  Athugið að fundurinn hefst kl. 10:00.

Húsið opnar kl. 9:30 en þá verður heitt á könnunni og kjörgögn afhent.  Þeir sem ekki hafa greitt árgjald félagsins hafa tækifæri til að gera það við innganginn. Formleg dagskrá hefst kl. 10:00 og áætlað er að fundi ljúki fyrir kl. 14:00.  

Ársskýrsla félagsins er komin út og hefur verið send félagsfólki (50 ára og eldri). 

Dagskrá:

9:30 Kjörgögn afhent heitt á könnunni.

10:00 Ávarp formanns og setning aðalfundar

Helgi Gíslason, formaður KFUM og KFUK.

Hugvekja og bæn 

Sr. Guðni Már Harðarson.

Stutt hlé

Aðalfundarstörf

Kosning fundarstjóra og fundarritara.

  1. Starfsskýrsla stjórnar.
  2. Reikningar kynntir og lagðir fram til samþykktar.
  3. Fjárhags- og starfsáætlun.
  4. Stjórnarkjör.
  5. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga.
  6. Ákvörðun árgjalds.
  7. Tillaga til lagabreytinga.
  8. Önnur mál.