Gestur fundarins er Gísli Jökull Gíslason og fjallar hann um efnið Hermaður Stalíns í Breiðholti og byggir á bók sem kom út eftir hann um rússneska konu sem barðist í rússneska hernum í síðari heimsstyrjöldinni en hefur búið í Breiðholti undanfarna áratugi.

Dagný Bjarnhéðinsdóttir hefur upphafsorð og bæn og sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir hugvekju. Árni Sigurðsson stjórnar fundi og tónlistin er í höndum Ingibjarts Jónssonar. Fundurinn er kl. 20:00 á Holtavegi.