Fræðslufundur þriðjudagskvöldið 9. janúar 2018.

Hvernig getum við tryggt að öll börn finni sig velkomin í starf KFUM og KFUK?

Stjórn KFUM og KFUK, í samstarfi við stjórnir sumarbúða KFUM og KFUK, heldur sérstakan fræðslufund 9. janúar nk, kl. 20:00 á Holtavegi 28, þar sem m.a. verður rætt hvernig við getum tryggt að öll börn finni sig velkomin í okkar starf.

Sólveig Rós fræðslustýra hjá Samtökum 78 verður með erindi um hinseginleikann og svarar spurningum.

Fjölbreytni mannlífsins er mikil og hin síðari ár hefur orðið vituandarvakning í okkar samfélagi að viðurkenna fólk eins og það er.  KFUM og KFUK hefur langa hefð fyrir kynskiptu starfi meðal barna og unglinga.  Hvernig getum við tryggt að hinsegin börn finni sig velkomin í starf félagsins?

Fundurinn er sérstaklega ætlaður forystufólki í KFUM og KFUK, bæði stjórnarfólki sem bera ábyrgð á að skipuleggja starfið og forstöðufólki sem ber ábyrgð á vettvangi þess.  Annars er fundurinn öllum opinn.