Herrakvöld KFUM til stuðnings Birkiskála í Vatnaskógi verður haldið fimmtudaginn 2. nóvember og hefst kl. 19:00. Boðið verður upp á stórkostlegan mat og vönduð skemmtiatriði.

Veislustjórar verða Benjamín Pálsson og Ögmundur Ísak Ögmundsson.

Ari Eldjárn kitlar hláturtaugarnar. Karlakór KFUM undir stjórn Laufeyjar Geirlaugsdóttur, við undirleik Ástu Haraldsdóttur flytur tónlist. Boðið verður upp á happdrætti með spennandi vinningum og sr. Jón Ómar Gunnarsson prestur í Fella- og Hólakirkju verður með hugvekju.

Í eldhúsinu verður Gunnar Hrafn Sveinsson og félagar.

Matseðill kvöldsins

Forréttur

„Sælkerasilungur sérfræðinga að vestan“

Aðalréttur

„Sérkryddað nýslátrað heiðarlamb með kartöflum, fersku salati og sósu að hætti kokksins.“

Eftirréttur

Súkkulaðikaka með rjóma, ís og berjum.

Skráning

Hægt er að skrá sig á www.sumarfjor.is, í þjónustumiðstöð KFUM og KFUK í síma 588 8899 eða með tölvupósti á netfangið skrifstofa@kfum.is.

Verð er 6.500 krónur og allur ágóði rennur til stuðnings nýjum svefn- og þjónustuskála í Vatnaskógi.