Miðnæturmótið stendur yfir í tæpar 20 klukkustundir þar sem mikið er gert en því minna sofið. Mótið verður í Vatnaskógi 13.-14. október og er fyrir krakka í 8.-10. bekk.

Farið verður á föstudaginn frá Holtavegi 28 kl. 17.30 og komið til baka á laugardeginum kl. 13.10

Verð er 7.600 kr. og þá er allt innifalið.

Þátttakendur taki með sér íþróttaföt, inniskó, svefnpoka, kodda, tannbursta, hlýjan útivistafatnað og annað tilheyrandi.

Allar nánari upplýsingar má fá hjá Gunnari Hrafni Sveinssyni æskulýðsfulltrúa (8620611) eða á skrifstofu KFUM og KFUK í síma 588 8899.

Upplýsingar varðandi skráningu fæst hjá skrifstofu KFUM og KFUK.

Rútuupplýsingar:

Keflavík kl. 16:30 – Félagsheimili KFUM og K Hátúni
Grindavík kl. 16:45 – Grindavíkurkirkja
Holtavegur 28 kl. 17:30

Mosfellsbær kl. 17:40 – Safnaðarheimili

Akranes kl. 18:10 – Akraneskirkja