Enn er mjög mikið magn ósóttra óskilamuna úr sumarbúðum KFUM og KFUK síðan á liðnu sumri í húsi KFUM og KFUK á Holtavegi 28 í Reykjavík. Um er að ræða muni úr Vindáshlíð, Ölveri, Kaldárseli og Vatnaskógi.
Á næstu dögum verða ósóttir óskilamunir úr dvalarflokkum sumarbúða gefnir til Hjálparstarfs kirkjunnar.
Foreldrar og forráðamenn barna sem sóttu sumarbúðir KFUM og KFUK í sumar og sakna fatnaðar, skóbúnaðar eða muna síðan þá, eru hvattir til að koma eða hafa samband við Þjónustumiðstöð KFUM og KFUK og vitja óskilamunanna.
Óskilamunir af fermingarnámskeiðum sem haldin eru í Vatnaskógi, eru einnig fluttir á Holtaveg 28 og geymdir þar.
Nánari upplýsingar má fá í síma 588-8899.
Kær kveðja,
Starfsfólk Þjónustumiðstöðvar KFUM og KFUK á Íslandi