Mánudagur 8. ágúst 2011
Allt er gott sem endar vel og nú kveðjum við Vindáshlíð að sinni. Stúlkurnar voru vaktar kl. 8:30, klæddu sig og gengu frá farangrinum sínum. Morgunmatur var hálf tíu og að honum loknum var lokastund í Hallgrímskirkju. Þaðan fórum við beina leið í rútuna sem beið okkar og héldum áleiðis heim. Þessi vika hefur verið frábær í alla staði og stúlkurnar, bæði yngri og eldri, hafa verið einstaklega góður hópur.
Nú er þessu ævintýraflokki lokið og við þökkum fyrir samveruna og biðjum Guð að blessa hverja og eina, og vonum að minningin um Vindáshlíð og orð Guðs sem þar er boðað búi í hjörtum okkar allra.
Með góðri kveðju og þökk fyrir að hafa fengið að vera með ykkur,
Auður Pálsdóttir, forstöðukona.