Í dag bar það helst til tíðinda að stúlkurnar tóku þátt í Ölver´s next top model. Undir venjulegum kringumstæðum myndum við tala um hárgreiðslukeppni en nú var um „alvöru“ yfirhalningu að ræða. Stúlkurnar bjuggu til stórkostlegar greiðslur og klæddu sig upp í stíl við greiðsluna.
Eftir kaffi tóku stúlkurnar þátt í ævintýraleik þar sem birtust ýmsar ævintýrapersónur eins og ofurhetja, ofurfroskur og nornir. Stúlkurnar áttu að koma ofurhetjunni til bjargar en það var búið að ræna fjársjóðnum hennar. Þetta reyndist hin mesta skemmtun og ekki skemmdi fyrir þegar kom í ljós að fjársjóðurinn innihélt sykurpúða sem þær fengu að grilla við lítinn varðeld.
Dagurinn leið hratt og áður en við vissum af var kominn kvöldverður þar sem stúlkurnar borðuðu pylsur með bestu lyst. Hefðbundin kvöldvaka var á sínum stað og voru það stúlkurnar sem gista í Fuglaveri sem sáu um atriði kvöldsins.
Við lok dags komu bænakonurnar inn í herbergi stúlknanna sem voru mjög þreyttar en sáttar eftir góðan dag í Ölveri.

Kveðja
Sólveig Reynisdóttir, forstöðukona