Það er allt frábært að frétta héðan úr Ölveri. Í gær skein sólin á okkur en því miður var líka dálítill vindur. Stelpurnar fóru í gönguferð út fyrir svæðið, skoðuðu „stóra stein“ og fóru í leiki. Eftir kaffi var farið í íþróttakeppni þar sem keppt var í sippi og jötunfötu. Allar fengu að fara í pottinn og líkaði þeim það mjög vel. Í kvöldmatinn var pasta sem þær borðuðu vel af. Um kvöldvökuna sáu svo 2 herbergi, Fuglaver og Lindarver, sem sýndu skemmtileg leikrit og voru með leiki. Það gekk vel að koma stelpunum í háttinn og þær sofuðu flestar fljótt eftir erilsaman dag.
Í morgun vöknuðu þær svo hressar, fengu sér morgunmat, hylltu fánann og fáru á biblíulestur þar sem þær lærðu m.a. að fletta upp í Nýja testamentinu. Nú eru þær úti í íþróttahúsi að spila brennó í liðum sem nefnd eru eftir vindælum poppstjörnum og koma síðan inn í hádegismat. Fleiri fréttir koma svo frá okkur innan skamms.
Myndir frá gærdeginum má sjá með því að smella á tengilinn hér að neðan.