Næsta sunnudagskvöld, þann 13. mars, verður að venju samkoma í félagshúsi KFUM og KFUK að Holtavegi 28 í Reykjavík, kl.20. Yfirskrift samkomunnar er: ,,Nú er hjálpræðisdagur“, en ræðumaður kvöldsins verður Ólafur Jóhannsson. Hin fjöruga Gleðisveit sér um tónlistarflutning og leiðir söng sem gestir eru hvattir til að taka þátt í. Að samkomu lokinni verður sælgætissala KSS-inga opin, og samkomugestir eru hvattir til að staldra við og eiga saman stund. Allir eru hjartanlega velkomnir.
Samkomur eru haldnar hvert sunnudagskvöld yfir vetrarmánuði í húsi félagsins við Holtaveg. Þær eru tilvalin leið til að hefja nýja viku í notalegum félagsskap, með uppbyggjandi efni og íhugun, og góðri tónlist.