Gauraflokkurinn í Vatnaskógi hlaut verðlaun er Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins voru afhent í gær. Gauraflokkurinn sem Skógarmenn KFUM bjóða uppá eru sumarbúðir fyrir 10-12 ára drengi með athyglisbrest, ofvirkni og skyldar raskanir og hefur verið í boði síðan 2007. Gauraflokkurinn hlaut verðlaun í flokknum "Frá kynslóðar til kynslóðar" fyrir frumkvæði og óeigingjarnt starf við að bjóða drengjum með ADHD upp á sumarbúðadvöl. Forseti Íslands hr. Ólafur Ragnar Grímsson afhenti verðlaunin í Þjóðmenningarhúsinu að viðstöddu fjölmenni. Einnig voru fleiri verðlaun afhent sjá frétt hérna.