Villt þú gerast sjálfboðaliði í ár eða til styttri tíma?

Heimssamband KFUK auglýsir eftir ungum konum á aldrinum 22-30 ára. Sérlega er óskað eftir konum með áhuga á áhersluatriðum heimssambandsins, t.d. mannréttindum, ofbeldi gegn konum, HIV/AIDS ofl.
Einnig eru skipulagshæfileikar vel metnir auk getu til að vinna í hóp.

Eins árs sjálfboðaliði -„internship“
12. janúar til 17. desember 2010.
Tvær stöður eru lausar fyrir ungar konur til að vinna fyrir heimssambandið í Genf. Lögð verður áhersla á samskipti og forustu kvenna 2010. M.a. mun viðkomandi meta þáttöku kvenna í heimssambandi KFUK, styðja við starf sem miðar að því að útrýma ofbeldi gegn konum og stuðla að öryggi kvenna auk þess að vinna með málafloka eins og HIV og AIDS ofl.

Styttri sjálfboðaliðastörf – „internship“
Fjórar lausar stöður.

Til þáttöku í
-UN Commission on the Status of Women (CSW) í New York.
-UN Human Rights Counsil í Genf
-eða í öðrum alþjóðlegum ráðstefnum.

Kostnaður: Heimssambandið borgar 80% af flugmiða fyrir sjálfboðaliða og verður þeim útvegað fæði og húsnæði.

Frekari upplýsingar á www.worldywca.org

Áhugasamir hafi samband fyrir 17. ágúst við Björgu Jónsdóttur S 8674517 eða bjorjon@gmail.com til að frá frekari upplýsingar og umsóknareyðublöð.
Lokaskilafrestur umsókna er 31. ágúst.