Stelpurnar vöknuðu á ljúfu nótunum eftir góðan svefn og fóru í morgunmat þar sem þær gátu valið um að fá sér cocopuffs og var það nánast á hverjum diski. Biblíulesturinn var eftir morgunmat þar sem þær fengu að heyra um Jesú og hvað hann kenndi og gerði. Eftir biblíulestur var úrslitaleikur í brennómótinu þar sem Skógarhlíð og Hamrahlíð kepptu um fyrsta sætið svo fór að stelpurnar í Skógarhlíð stóðu uppi sem sigurvegarar og fengu þær að keppa við foringjana og fóru leikar svo að foringjar unnu. Í kaffinu gæddu stelpurnar sér á súkkulaðiköku og nýbökuðum bollum og svo hófstu undirbúningur hárgreiðslukeppninnar og tóku margar stelpur þátt. Farið var á slaginu 18:00 að sækja fánann eins og hefð er fyrir á veisludegi í Vindáshlíð. Allar voru prúðbúnar og á leiðinni til baka var farið í skrúðgönguna og „vafið mjúka, dýra dúka“. Veislan hófst svo í fallega skreyttum matsalnum þar sem verðlaun voru veitt fyrir ýmsar keppnir. Um kvöldið var veislukvöldvaka þar sem forinjgar sáu um skemmtiatriðin og skemmtu stelpurnar sér konunglega.
Í fyrramálið er komið að brottför og eru flestar stúlkurnar búnar að pakka. Lagt verður af stað frá Vindáshlíð um 11 leytið og komið að Holtavegi um 11:30-12:00 leytið.