Frábær kaupstefna var í gær hjá æskulýðsdeildinni. Kvöldið byrjaði á pizzum frá Wilson’s sem standa alltaf fyrir sínu. Um 50 manns komu á kaupstefnuna, Henning Emil Magnússon höfundur fræðsluefnis haustannar kom og kynnti það, Ragnar Snær Karlsson brýndi fyrir fólki að passa uppá hreinlæti vegna inflúensu, Haukur Árni æskulýðsfulltrúi fór yfir dagskrár og önnur atriði sem snúa að börnunum og deildarstarfinu og að lokum þá talaði S.r. Jón Ómar Gunnarsson um leiðtogaskólann sem verður í vetur og endaði með bæn og þökkum. Nokkrar dagskrár voru smíðaðar og munu þær birtast hér á vefnum fljótlega.