Helgina 2. – 4. október fór fram hið árlega haustskólamót Kristilegra Skólasamtaka (KSS) og var fjöldi þátttakenda um 120 manns á aldrinum 15 – 20 ára. Það var sérstakt ánægjuefni hve margir nýir komu á mótið. Yfirskrift mótsins var: „Erum við Guð vinir?“ Vináttan var því alsráðandi á mótinu, sem þótti takast vel. Ræðumenn mótsins voru þau Ragnar Schram kristniboði, Agnes Tarassenko Ragnarsson kristniboði og Jón Ómar Gunnarsson æskulýðsprestur KSH. Ragnar fjallaði um vináttu Guðs, Agnés fjallaði um sanna vináttu og Jón Ómar ræddi um vináttuna við Guð og náungann og hvernig mætti rækta hana. Eftir ræðurnar hittust þátttakendur mótsins í smáhópum og ræddu um efni ræðunnar. Um helgina voru fjölmargir aðrir spennandi dagskrárliðir í boði eins og íþróttir, gönguferðir, Biblíuleshópur, gospelsmiðja, kvikmyndasýningar o.fl. spennandi. Mótinu lauk með spurningastund þar sem að æskulýðsprestur KSH og Anna Arnardóttir reyndu eftir bestu getu að svara þeim spurningum sem þátttakendur leituðu svara við.
Að mótinu komu fjölmargir sjálfboðaliðar þær Arndís Jóna Vigfúsdóttir, Halla Marie Smith og Sunna Kristrún Gunnlaugsdóttir stóðu sig með prýði í eldhúsinu. Umræðuhóparnir voru í umsjón Agnesar, Dagnýjar Guðmundsdóttur, Guðmundar Karls Einarssonar, Hilmars Einarssonar, Írisar Kristjánsdóttur, Jóns Ómars, Katrínar Guðlaugsdóttur, Péturs Björgvins Þorsteinssonar, Rakelar Brynjólfsdóttur, Sigríðar Ingólfsdóttur, Önnu Arnardóttur og Þráins Haraldssonar. Án aðstoðar þeirra hefði ekki verið mögulegt að halda mót af þessari stærðargráðu. Skipulagning mótsins og mótshald var í höndum stjórnar KSS og eiga þau hrós skilið fyrir vel unnin störf.
Laugardaginn 10. október verður síðan annálsfundur KSS á Holtavegi 28. Þá verða rifjuð upp skemmtileg og skondin atvik frá því á mótinu sem og vinaböndin styrkt enn frekar. Íris Kristjánsdóttir verður ræðukona og að fundi loknum verður boðið upp á fyrirbæn. Biðjum fyrir nýjum KSSingum að þeir festi rætur í félaginu og treysti enn frekar vináttuböndin við Guð.