Dagur 5 í Ölveri var sérstaklega skemmtilegur! Eftir morgunmat var fánahylling í ágætu veðri. Í stað þess að fara svo í brennó eins og venjulega var ákveðið að fara í hoppukastalann við mikinn fögnuð stelpnanna.
Í hádegismat fengum við dýrindis kjötbollur í súrsætri sósu og hrísgrjón. Eftir hádegismat fóru stelpurnar í brennó, og nú fer að koma í ljós hvaða lið detta út. Þegar stelpurnar voru allar búnar að keppa í brennó var haldin íþrótta keppni, þar sem keppt var í boltakasti og að hoppa á einum fæti.
Kaffi tíminn að þessu sinni var ekki af verri endanum, en þá var boðið uppá banana brauð, súkkulaði köku og kanelsnúða!
Eftir kaffi var haldin hárgreiðslukeppni og svo fóru þær flestar í pottinn vinsæla, á meðan aðrar undirbjuggu kvöldvökuna.
Í kvöldmatinn var boðið uppá blómkáls- og rabbabara súpur og brauð með áleggi.
Á kvöldvökunni var mikið fjör, það var sungið, sýnd leikrit og farið í leiki.
Í kvöld var haldið náttfatapartý sem heppnaðist mjög vel, við fengum gest í heimsókn sem sýndi okkur flotta danstakta. Stelpurnar dönsuðu, hlustuðu á sögu og fengu popp. Myndir frá deginum eru komnar á netið.